6 C
Grindavik
21. apríl, 2021

Árið 2020 betra en virtist í fyrstu

Skyldulesning

Samrátturinn í sjávarútvegi varð mun minni á árinu 2020 en spár gerðu ráð fyrir þegar kórónuveirufaraldurinn fyrst skall á.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Mun betur fór en á horfðist í sjávarútvegi á árinu 2020 en fyrstu hagspár sem birtar voru eftir að faraldurinn skall á gerðu ráð fyrir einum mesta samdrætti í sjávarútvegi sem orðið hefur í nær fjóra áratugi á árinu 2020.

Þetta kemur fram í umfjöllun Radarsins.

Þar er vísað til þess að  útflutningsverðmæti sjávarafurða námu 270 milljörðum króna í fyrra og jókst um 10 milljarða frá 2019. „Jafngildir það aukningu upp á tæp 4% í krónum talið. Aukningin skrifast öll á þá lækkun sem varð á gengi krónunnar, enda dróst útflutningsverðmæti sjávarafurða saman um tæp 7% í erlendri mynt. Samdráttinn má helst rekja til rúmlega 4% samdráttar í útfluttu magni.“

Þrátt fyrir samdrátt í magni er ljóst að sjávarútvegurinn stóð fyrir sínu í öflun gjaldeyris og samanlögð hlutdeild sjávar- og eldisafurða af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins 30% á árinu 2020.

Kórónuveirufaraldurinn hafði þó veruleg áhrif á markaði í fyrra og voru verð á sjávarafurðum að jafnaði ríflega 2% lægra á árinu 2020 en 2019 mælt í erlendri mynt. „Sú lækkun er vissulega ekki ýkja mikil þegar litið er á árið í heild, en áður en COVID-19 skall á hafði verið talsverð verðhækkun sem hefur áhrif á meðalverð á árinu. Sveiflur innan ársins voru því mun meiri. […] Í janúar 2020 sýndi tólf mánaða taktur verðvísitölunnar tæplega 9% hækkun á sjávarafurðum í erlendri mynt, en í desember var hann komin niður í tæp 8% lækkun.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir