4.3 C
Grindavik
22. september, 2021

Arna grét þegar hún sá myndina af sér – „Mér fannst ég bara skítug“‘

Skyldulesning

Arna Vilhjálmsdóttir stóð uppi sem sigurvegari Biggest Loser Ísland árið 2017. Í dag er hún þjálfari og heldur úti vinsælli Instagram-síðu þar sem hún deilir hvetjandi myndum með jákvæðum boðskap.

Sjá einnig: Arna sigraði í Biggest Loser og deilir nú hvetjandi myndum á samfélagsmiðlum: „Ég er svona, og hvað?“

Hún deildi á dögunum mynd af sér sem kallaði áður fram sterkar tilfinningar. Hún gaf DV góðfúslegt leyfi til að deila færslunni áfram með lesendum.

Arna segir að hún man nákvæmlega tilfinninguna sem hún fékk þegar hún sá myndina fyrst.

„Ég grét þegar ég sá þessa mynd sem litla frænka mín tók óvart af mér. Fannst ég ógeð. Viðbjóður. Óelskanleg. Skítug. Nei án djóks mér fannst ég bara skítug,“ segir hún.

„Þá, þarna, tengdi ég þessa vanliðan við að vera feit. Við að vera stór. Ég hélt að allt myndi lagast ef bara ég gæti mjókkað. Útlit breytir EKKI líðan. Útlit getur haft áhrif á líðan ef við leyfum því að gera það en það breytir ekki líðan eða tilfinningum. Jákvætt og uppbyggjandi hugarfar gerir það. Finndu þitt jákvæða hugarfar. Finndu hvað virkar fyrir þig. Ef þú þarft að fara yfir hraðahindranir á leiðinni – só? Ekkert sem er einhvers virði kemur einhvern tímann auðveldlega.“

Arna segir að leiðin að jákvæðu hugarfari sé ekki bein.

„Ég þurfti, að mínu mati, að ganga í gegnum það sem ég er búin að ganga í gegnum, upplifa það sem ég hef upplifað til að standa hérna. Ef þú ert að upplifa slæmar tilfinningar, óstjórnlega löngun i mat eða hvað það er sem lætur þér líða eins og þér sé að mistakast þvílíkt – MUNDU að það er ekkert sem er að þér en ekki hinum. Við eigum ÖLL við okkar djöfla að stríða, hugrekkið okkar skilgreinist af því hvort/hvenær við erum tilbúin að mæta þeim djöfulsins djöflum og segja við þá – OG HVAÐ?“

Þrjú ár síðan

Í dag eru þrjú ár síðan Arna vann Biggest Loser. Hún gerir upp lokadaginn og viðurkennir að hún myndi gera þetta allt aftur.

„Það eru þrjú ár í dag síðan lokaþátturinn kom út. Ég man ótrúlega lítið eftir þessum degi, þannig séð. Ég man hluta af tilfinningum sem ég upplifði. Ein fyndnasta og sterkasta minningin er sú að ég man eftir því að ég labbaði upp á vigtina og ég var rosalega viðkvæm og hálfgrátandi, ég hugsaði: Ef ég vinn, þá ætla ég að hlaupa niður stigann og knúsa Gurrý og svo Evert. Ég ætla að hlaupa niður og knúsa Gurrý. En svo geng ég niður tröppurnar, eins og sést í þættinum,“ segir Arna og leikur eftir hvernig hún veifaði grátandi til áhorfenda. „Ég man ekki eftir þessu, ég sónaði bara út.“

Arna segir að hún hafi verið spurð hvort hún myndi gera þetta aftur. „Hiklaust já, miðað við allar þær forsendur sem ég var með þá, ég myndi alltaf gera þetta aftur. Ég fann drifkraftinn minn aftur og fékk aftur ástríðu fyrir hreyfingu […] Ég fann að ég get allt.“

Arna segir að fólk þurfi alls ekki að fara í sjónvarpsþátt til að komast að því sama og hún, hún er einungis að deila sinni upplifun. „Ég er ótrúlega ánægð að vera hérna í dag,“ segir hún.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir