5 C
Grindavik
8. maí, 2021

Arna Sif skoraði í fyrsta leik – Jón Dagur í tapliði

Skyldulesning

Jón Dagur Þorsteinsson var í eldlínunni með sínu liði, AGF, þegar það tapaði 2-0 gegn Nordsjælland í efri hluta dönsku úrvalsdeildarinnar. Þá skoraði Arna Sif Ásgrímsdóttir í 0-3 sigri Glasgow City gegn Celtic. Ögmundur Kristinsson var ekki í hóp í sigri síns liðs.

Kamal-Deen Sulemana kom Nordsjælland yfir á 17.mínútu leiksins. Staðan í hálfleik var 1-0. Áhorfendur þurftu svo að bíða þar til á 87.mínútu eftir næsta marki. Þá innsiglaði Oliver Antman sigurinn fyrir heimamenn. Jón Dagur byrjaði leikinn en var skipt út af á 79.mínútu.

Nordsjælland er í 6.sæti í efri hluta dönsku ofurdeildarinnar sem var skipt upp á dögunum. Þeir eru 6 stigum á eftir AGF sem er í síðasta lausa Evrópusætinu.

Arna Sif Ásgrímsdóttir skoraði þá í sínum fyrsta leik fyrir Glasgow City eftir að hafa komið frá Þór/KA fyrr í vetur. Hún gerði annað mark Glasgow í 0-3 sigri á Celtic.

Glasgow City er í 2.sæti skosku deildarinnar, með sömu markatölu og Rangers sem er á toppnum.

Ögmundur var, eins og fyrr segir, ekki í hóp hjá Olympiacos sem vann virkilega þægilegan 1-5 sigur á AEK. Hann á enn eftir að leika fyrir liðið.

Olympiacos er með 15 stiga forskot á toppi deildarinnar.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir