7 C
Grindavik
30. nóvember, 2020

Arnaja bætir við sig fimm nýjum starfsmönnum

Skyldulesning

Það sem ég gæti gert fyrir Ísland bara með þetta!

VILLA: Þessi bloggfærsla (nr. 2258086) er óvirk. Höfundur Einar Haukur Sigurjónsson Einar Haukur Sigurjónsson hef áhuga á lífinu. Stjórnmálum. Fjármálum. Félagsmálum. Sögu,...

Hugbúnaðarfyrirtækið Aranja hefur nýlega ráðið til sín fimm öfluga starfsmenn með fjölbreytta og alþjóðlega reynslu. Um er að ræða fjóra forritara og einn rekstrarstjóra.

Aranja hefur vaxið jafn og þétt síðustu ár en þar starfa nú alls 15 sérfræðingar sem sérhæfa sig í hágæða framendaþróun með áherslu á notendaviðmót og upplifun notenda. Meðal viðskiptavina Aranja eru Bláa Lónið, Nova, Sjóvá og Stafrænt Ísland en einnig hefur Aranja sinnt fjölmörgum verkefnum fyrir ýmis erlend fyrirtæki, en þar ber helst að nefna Google og Facebook. Aranja eru stofnendur rafskútuleigunnar Hopp og stjórna hugbúnaðarþróun þar. Verkefni á vegum Aranja hafa hlotið ýmsar viðurkennar en þar má m.a. nefna Besta appið og besti fyrirtækjavefurinn á Íslensku vefverðlaununum 2019.

Einar Þór Gústafsson hefur verið ráðinn rekstrarstjóri hjá Aranja. Einar var einn stofnenda Getlocal ehf og stýrði vöru- og viðskiptaþróun. Á árunum 2010 til 2016 gegndi Einar stöðu framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Meniga ehf en hefur einnig sinnt stöðu forstöðumanns vefdeildar Íslandsbanka og þróunarstjóra Netbanka Glitnis. Einar var meðal stofnanda SVEF, Samtaka Vefiðnaðarins, og formaður samtakanna frá 2009 til 2013. Einar Þór er með gráðu í margmiðlun frá SAE í New York ásamt verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands.

Þórey Jóna Guðjónsdóttir hefur verið ráðin forritari hjá Aranja. Áður starfaði Þórey sem forritari hjá Travelade en þar áður starfaði hún hjá Arion banka og Origo. Þórey er með BSc gráðu í hugbúnaðarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Magnea Rún Vignisdóttir hefur verið ráðin forritari hjá Aranja. Áður starfaði Magnea sem hugbúnaðarsérfræðingur hjá Ueno og hefur einnig starfað sem forritari hjá OZ sports. Magnea er menntaður tölvunarfræðingur frá Háskóla Íslands.

Chloe Langston hefur verið ráðin forritari hjá Aranja. Chloe starfaði í nokkur ár sem forritari hjá Box.com og einnig hjá Wildebee.st sem er ein öflugasta hugbúnaðar- og markaðsstofa Los Angeles. Chloe er með BA í Design Media frá UCLA og MS í Learning, Design & Technology frá Stanford háskóla.

Jérémy Barbet hefur verið ráðinn forritari hjá Aranja. Jérémy kemur til Aranja frá Ueno en þar starfaði hann sem framendaforritari síðastliðin 4 ár. Jérémy er menntaður sem hönnuður frá Epitech Digital í París en þar vann hann einnig sem sjálfstæður ráðgjafi. Jérémy er einnig að að baki Hello Aurora sem er eitt vinsælasta farsíma smá appið til að fylgjast með norðurljósunum.

Innlendar Fréttir