3 C
Grindavik
8. maí, 2021

Arnar um málefni Viðars: „Mér finnst þetta mjög leiðinlegt“

Skyldulesning

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands ætlar sér að ræða við Viðar Örn Kjartansson til að hreinsa loftið eftir umræðu síðustu daga. Málefni Viðars Arnars hafa ratað í fjölmiðla og var mikið fjarðarfok í gær.

Arnar Þór kom fram í viðtölum og sagði að norska félagið Valerenga hefði hafnað því að leyfa Viðari að fara í komandi landsliðsverkefni. Viðar hafnaði þessu og sömuleiðis félagið hans í Noregi, mismunandi túlkun á samskiptum frá því í upphafi mars virðist hafa orsakað það.

„Í fyrsta lagi finnst mér mjög leiðinlegt að það hafi þurft að vera svona umræða í gangi, það var aldrei ætlunin mín að búa til leiðindamál,“ sagði Arnar á fréttamannafundi í dag.

Meira:


Systir Viðars opinberar umdeilda tölvupóstinn – „Þarf ekki að segja meira, punktur“

Viðar Örn hefur látið hafa eftir sér að hann sjái litla möguleika í því að Arnar Þór og hans þjálfarateymi velji sig í framtíðinni. „Það er miður ef áhugi Viðars á landsliðinu hefur minnkað, hann ef einn af þeim leikmönnum sem kemur til greina. Hann var einn af þeim sem við báðum um að yrði losaður í byrjun.“

Íslenska liðið mætir Liechtenstein í undankeppni HM á morgun og ætlar Arnar líklega að ræða við Viðar eftir þann leik. „Þegar það svona mál koma upp, þá finnst mér besta að ræða það, vera hreinskilin og heiðarlegur. Það kemur vel til greina að hafa samband við Viðar og útkljá þetta mál, tala saman og ræða málin.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir