3 C
Grindavik
8. maí, 2021

Aron Einar eftir tapið gegn Armeníu: „Vorum ekki að gera þetta sem heild“

Skyldulesning

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði íslenska karlalandsliðsins, var að vonum svekktur eftir 2-0 tap Íslands gegn Armeníu. Hann segir að íslenska liðið hafi verið sjálfum sér verst.

„Fyrst og fremst sjálfum okkur verstir. Við áttum ekkert skilið úr þessum leik. Við fórum að gera þetta sem einstaklingar frekar en saman sem lið,“ sagði Aron Einar í viðtali á RÚV eftir leik.

„Það er eins og það hafi komið smá panikk í okkur og fórum að gera hlutina sem einstaklingar frekar en að vera þolinmóðir og þjarma á þá sem lið. Við vorum sjálfum okkur verstir og áttum ekkert skilið.“

Eitt af einkennum íslenska landsliðsins síðustu ár hefur verið baráttan, að vilja vinna meira en önnur lið. Armenar voru yfir í baráttunni í dag.

„Þeir litu út fyrir að vilja vinna þessa fyrstu og seinni bolta. Við þurfum að fara aftur í grunninn, líta inn á við, horfa í spegil og fara aftur í grunnatriðin.“ 

„Það er erfitt að meta þetta strax eftir leik en við vorum ekki að gera þetta sem heild í kvöld. Við getum gert miklu betur, mér fannst þetta bara lélegt í kvöld,“ sagði Aron Einar við RÚV.

Íslenska liðið er stigalaust eftir tvær umferðir í undankeppninni.

„Við erum reiðir við okkur sjálfa að nýta ekki tækifærið og koma þessari undankeppni í gang. Við þurfum að gera það á móti Liechtenstein, þetta er ekkert búið en þetta er blanda af svekkelsi og reiði því við áttum ekkert skilið úr þessum leik,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í viðtali við RÚV eftir leik.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir