7.3 C
Grindavik
20. september, 2021

Aron stefnir á að fara til Þýska­lands eða Banda­ríkjanna

Skyldulesning

Talibana siglingaklúbburinn

Vestmannaeyjur?

Kvótann heim

Fótbolti

Aron í leik með bandaríska landsliðinu.
Aron í leik með bandaríska landsliðinu.
vísir/epa

Aron Jóhannsson, framherji sænska úrvalsdeildarliðsins Hammarby, stefnir ekki á að vera áfram í Svíþjóð þegar samningur hans rennur út í janúar. Aron, sem á að baki 19 landsleiki fyrir bandaríska landsliðið, stefnir á að reyna fyrir sér í MLS-deildinni þar í landi eða þýsku úrvalsdeildinni.

Þessi þrítugi framherji ræddi við íþróttavefinn ESPN í dag og fór þar framtíðaráform sín. Hann lék með Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni en var mikið frá vegna meiðsla. Það heillar að snúa þangað aftur.

„Eftir að tímabilinu lýkur er útlit fyrir að ég muni fara frá Hammarby. Veit ekki nákvæmlega hvert en eins og staðan er núna mun ég yfirgefa félagið í janúar. Frá því að ég yfirgaf Þýskaland hefur mér fundist ég þurfa að fara þangað aftur og sýna hvað í mér býr. Sanna að ég sé nægilega góður til að spila þar í landi.“

Aron er í dag fjórði markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar. Hann hefur skorað 12 mörk í 22 leikjum á leiktíðinni. Framherjinn er laus við meiðsli í dag og skoðar einnig að snúa aftur til Bandaríkjanna. 

Hann hefur eins og áður sagði leikið 19 leiki fyrir landslið Bandaríkjanna og gert í þeim fjögur mörk.

„Hef alltaf sagt að markmið mitt sé að spila í MLS-deildinni. Ég hef mikinn áhuga á deildinni og mig hefur dreymt um að spila í henni í langan tíma,“ sagði Aron að lokum við ESPN.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir