Arsenal áfram í klandri – Mikstókst að vinna neðsta lið deildarinnar á heimavelli – DV

0
140

Arsenal er í klandri eftir jafntefi gegn neðsta liði deildarinnar, Southampton á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Martröð Arsenal hófst eftir um 30 sekúndna leik þegar Carlos Jonas Alcaraz kom gestunum yfir eftir slæm mistök Aaron Ramsdale í markinu.

Það var svo eftir fjórtán mínútna leik að Theo litlti Walcott kom Southampton í 0-2. Áður en fyrri hálfleikur var á enda náði Gabriel Martinelli að laga stöðuna fyrir heimamenn.

Duje Caleta-Car kom Southampton í 1-3 eftir rúman klukkutíma og margt benti til þess að gestirnir tæku stign þrjú.

Það var hins vegar á 86 mínútu sem Marton Odegaard lagaði stöðuna og það kveikti í Arsenal. Fimm mínútum síðar jafnaði Bukayo Saka leikinn.

Arsenal hélt áfram að sækja en tókst ekki að finna sigurmarkið. Arsenal er fimm stigum á undan Manchester City á toppi deildarinnar en City á tvo leiki til góða.

Liðin mætast svo í ansi áhugaverðum leik í Manchester í miðri næstu viku. Þetta var þriðja jafntefli Arsenal í röð í deildinni.

Enski boltinn á 433 er í boði