Arsenal gæti keypt Rice og fengið hátt í milljarð í sinn vasa þegar West Ham sækir arftaka hans – DV

0
63

West Ham er farið að leita að eftirmanni Declan Rice, sem fer að öllum líkindum frá félaginu í sumar.

Fyrirliðinn hefur verið stórkostlegur fyrir liðið undanfarin ár en nú er útlit fyrir að stærra félag kaupi hann í sumar.

Arsenal er talið leiða kapphlaupið um hinn 24 ára gamla Rice en ljóst er að fleiri félög hafa áhuga.

Talið er að West Ham vilji um 120 milljónir punda fyrir Rice.

Matteo Guendouzi Nú leitar Hamrarnir að eftirmanni Rice á miðjunni. Er þar Matteo Guendouzi á blaði. Hann er sem stendur hjá Marseille og hefur átt mjög gott tímabil.

Guendouzi var áður á mála hjá Arsenal og er því með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni.

Hann fór endanlega frá Arsenal til Marseille síðasta sumar eftir að hafa verið hjá franska liðinu á láni.

Arsenal og Marseille sömdu þannig að fyrrnefnda félagið fengi um 15 prósent af upphæðinni sem Marseille selur Guendouzi á í framtíðinni.

Marseille vill fá um 35 milljónir punda og gæti Arsenal því fengið um 5 milljónir punda af þeim.

Enski boltinn á 433 er í boði