3 C
Grindavik
1. mars, 2021

Arsenal horfir til norska undrabarnsins í Real Madrid

Skyldulesning

Arsenal er á meðal þeirra liða sem vilja fá hinn 22 ára gamla, Martin Odegaard, leikmann Real Madrid, til sín á lánssamningi. Þetta herma heimildir The Athletic.

Það er talið að Arsenal hafi byrjað viðræður við Real Madrid í síðustu viku en Arsenal er ekki eina liðið sem vill fá Norðmanninn til liðs við sig. Real Sociedad, liðið sem Odegaard spilaði fyrir á síðasta tímabili, hefur einnig hug á að næla í kappann.

Odegaard er skapandi miðjumaður og má fara frá Real Madrid á láni, Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri liðsins, hefur gefið grænt ljós á það.

„Martin Odegaard, er leikmaður sem forráðamenn Arsenal eru hrifnir af og lánssamningur við leikmanninn myndi létta álagið á Emile Smith Rowe,“ skrifar David Ornstein, virtur blaðamaður um málefni er snerta Arsenal.

Odegaard, gekk til liðs við Real Madrid frá norska liðinu Strömsgödset árið 2015. Hann hefur á sínum ferli einnig spilað með Heerenven, Vitesse og Real Sociedad.

Odegaard var skilgreindur sem undrabarn í knattspyrnu á sínum tíma en hann hefur átt erfitt með að fóta sig hjá Real Madrid eftir komu sína þangað. Hins vegar gekk honum vel hjá Real Sociedad á síðasta tímabili þar sem hann spilaði 36 leiki, skoraði 7 mörk og gaf níu stoðsendingar.

Innlendar Fréttir