8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Arsenal með útisigur – Lundúnarliðin gerðu jafntefli

Skyldulesning

Tveimur leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Fulham mætti Crystal Palace á Selhurst Park, heimavelli Palace-manna. Fulham voru mun sterkari en náðu ekki að koma boltanum í netið og leiknum lauk með steindauðu 0-0 jafntefli. Fulham er nú þremur stigum frá öruggu sæti en Crystal Palace sitja í þrettánda sæti deildarinnar.

Arsenal mættu í heimsókn á King Power Stadium til Leicester. Leicester skoruðu fyrsta mark leiksins þegar Youri Tielemans kom boltanum framhjá Bernd Leno í marki Arsenal. Það var síðan David Luiz sem jafnaði metin fyrir Arsenal þegar hann skallaði aukaspyrnu brasilíumannsins Willian í netið. Rétt undir lok fyrri hálfleiks fékk Wilfred Ndidi síðan skot Nicolas Pepe í hendina innan teigs og vítaspyrna dæmd. Franski framherjinn Alexander Lacazette skoraði úr vítaspyrnunni og kom Arsenal yfir. Þeir leiddu því 2-1 í hálfleik. Á 53. skoraði svo Nicolas Pepe þriðja mark Arsenal og gulltryggði með því sigur þeirra. Ekki voru mörkin fleiri og 3-1 sigur Arsenal staðreynd.

Með sigrinum lyftu Arsenal sér upp í níunda sæti deildarinnar en Leicester tapaði mikilvægum stigum í meistaradeildarsætisbaráttu sinni en munu halda þriðja sætinu að minnsta kosti út þessa umferð.

Enski boltinn á 433 er í boði

Innlendar Fréttir