Arsenal óttast að Rice verði of dýr – Fjöldi stærri liða sýnir áhuga – DV

0
75

Samkvæmt enskum blöðum nú í kvöld óttast Arsenal það að Declan Rice miðjumaður West Ham verði of dýr biti í sumar þar sem fleiri stórlið vilja fá hann.

Arsenal hefur í allan vetur haft það sem markmið að krækja í enska landsliðsmanninn sem má fara fyrir rétta upphæð í sumar.

Ensk blöð segja að Chelsea, Liverpool, Manchester City og Manchester United hafi öll áhuga á Rice.

Með því óttast Arsenal að verðmiðinn rjúki en segir í fréttum að Arsenal hafi vonast eftir því að fá hann fyrir 80 milljónir punda og borga honum 300 þúsund pund í laun næstu fimm árin.

West Ham vonast eftir um 100 milljónum punda fyrir Rice sem hefur hafnað nýjum samningi hjá West Ham.

Enski boltinn á 433 er í boði