Arsene Wenger kokhraustur – „Þá verður auðveldara að vinna hana á næsta ári“ – DV

0
61

Arsene Wenger hefur enn tröllatrú á sínum mönnum í Arsenal á þessari leiktíð, þrátt fyrir að liðið hafi tapað stigum í tveimur leikjum í röð.

Arsenal er með fjögurra stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Manchester City, sem er í öðru sæti, á þó leik til góða.

Skytturnar hafa gert tvö jafntefli í röð, gegn Liverpool og West Ham. Í báðum leikjunum hafði liðið komist í 2-0.

Wenger telur hins vegar að Arsenal verði meistari. Frakkinn stýrði Arsenal í 22 ár og var við stjórnvölinn þegar liðið varð síðast Englandsmeistari vorið 2004.

„Þessir leikmenn hafa aldrei áður verið í þessari stöðu,“ segir Wenger um ungt lið Arsenal.

Þó hefur hann tröllatrú á þeim – og ekki bara á þessari leiktíð.

„Þeir munu vinna deildina í ár og þá verður auðveldara að vinna hana á næsta ári.“

Enski boltinn á 433 er í boði