1.3 C
Grindavik
6. febrúar, 2023

Arteta svaraði Aubameyang fullum hálsi – ,,Ég var lausnin, ekki vandamálið“

Skyldulesning

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, svaraði fyrir sig í tengslum við ummæli fyrrum leikmanns félagsins, Pierre Emerick-Aubameyang, sem gekk til liðs við Barcelona í janúar síðastliðnum.

Undir lok síns tíma hjá Arsenal, var fyrirliðabandið tekið af Aubameyang í kjölfar sífelldra agabrota. Þá fékk hann ekki að spila né æfa með félaginu síðustu vikur sínar hjá Arsenal.

Í viðtali á dögunum lét Aubameyang þau ummæli falla að þetta hafi allt verið tilkomið vegna Arteta. ,,Þetta var bara hann og hann tók þessa ákvörðun. Vandamál mitt tengdist bara Arteta, ég var ekki ánægður.“

Arteta tók ekki undir þessi ummæli Aubameyang á blaðamannafundi í morgun.

,,Ég er mjög þakklátur fyrir það sem Aubameyang hefur gert hjá félaginu síðan að ég tók við stjórn þess en ég sé mig sem lausnina ekki vandamálið í þessu máli. Ég hef 100% verið lausnin, ég get horft í augun á hverjum sem er og sagt þetta. Ég geri mistök eins og aðrir en ég vil alltaf ná bestu útkomuni fram, ekki fyrir sjálfan mig heldur fyrir félagið og liðið.“

Aðeins tveir hreinræktaðir framherjar eru nú í leikmannahópi Arsenal en Arteta hefur ekki áhyggjur af markaskorun liðsins.

,,Við erum með tvo framherja og þeir eru báðir fullfærir um að skora mörk og það hafa þeir sýnt í gegnum árin,“ sagði Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal á blaðamannafundi í dag.

Arsenal mætir Wolves í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

🗣 „The way I see myself in that relationship is the solution not the problem.“

Mikel Arteta on Pierre-Emerick Aubameyang’s exit from Arsenal to Barcelona pic.twitter.com/rpPkgB6VuL

— Football Daily (@footballdaily) February 9, 2022

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir