7.4 C
Grindavik
23. júní, 2021

Arteta verður áfram – Fær fjármagn til styrkinga

Skyldulesning

Arsenal mun ekki reka Mikel Arteta, stjóra liðsins, þrátt fyrir versta gengi liðsins í ensku úrvalsdeildinni síðan 1995. Ekki strax í það minnsta. Stjórinn mun fá fjármagn til að styrkja liðið í sumar. Mirror greinir frá þessu.

Arteta hefur legið undir mikilli gagnrýni í kjölfar þess að Arsenal féll úr leik í undanúrslitum Evrópudeildarinnar gegn Villarreal á fimmtudag. Hann mun hins vegar fá tækifæri til að fá inn betri leikmenn í sumar og fara af stað inn í nýtt tímabil með liðið.

Arteta hefur verið við stjórnvölinn hjá Arsenal í 18 mánuði. Hann tók við liðinu af Unai Emery, sem er einmitt stjóri Villarreal. Gengi liðsins í deildinni hefur aðeins farið aftur á við síðan þá. Arsenal endaði í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Nú eru Skytturnar í því níunda og eru ekki líklegir til að klifra mikið hærra.

Árið 1995 endaði Arsenal í 12. sæti deildarinnar. Útlit er fyrir að árángurinn á þessari leiktíð verði sá versti síðan þá.

Fari Arteta af stað með liðið inn í næsta tímabil er ljóst að lítil þolinmæði verður á meðal stuðningsmanna Arsenal. Gengið þarf að batna.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir