6 C
Grindavik
26. febrúar, 2021

Ás­dís og Guðni Valur frjáls­í­þrótta­fólk ársins

Skyldulesning

Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir og kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason eru frjálsíþróttafólk ársins 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Frjálsíþróttasambandi Íslands.

Ásdís hafði fyrir tímabilið gefið út að það yrði hennar síðasta á ferlinum. Hennar síðasta mót var Castorama-mótið í Svíþjóð þar sem hún keppti í kúluvarpi, spjótkasti, kringlukasti og sleggjukasti. 

Lengsta kast Ásdísar í spjótkasti í ár var 62,66 metrar, hennar fjórða lengsta frá upphafi.  Íslandsmet Ásdísar er 63,43 metrar en það kom árið 2017.

Ásdís hefur verið ein sú fremsta í heiminum í rúman áratug og hefur hún keppt á þrennum Ólympíuleikum, 2008, 2012 og 2016. 

Guðni var að glíma við meiðsli stóra hluta árs og gat því ekki beitt sér að fullu. Undir lok sumars var Guðni farinn að kasta aftur yfir 60 metra og í september átti hann risastórt kast. Þá kastaði hann kringlunni 69,35 metra og bætti sinn besta árangur frá 2018 um tæpa fjóra metra. 

Guðni bætti einnig Íslandsmetið sem staðið hafði í 31 ára og átti fimmta lengsta kast heims á árinu. 

Guðni Valur er frjálsíþróttakarl ársins.Frjálsíþróttasamband Íslands

Innlendar Fréttir