8 C
Grindavik
27. febrúar, 2021

„Áskorun í þessu ástandi“

Skyldulesning

„Við ætlum að koma íþrótta- og æskulýðshreyfingunni í gegnum þetta,“ …

„Við ætlum að koma íþrótta- og æskulýðshreyfingunni í gegnum þetta,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að markmið stjórnvalda, sem sett var í upphafi faraldursins, sé að fjöldi íþróttaiðkenda í haust verði sá sami og í fyrrahaust, en frá byrjun faraldursins hafi stjórnvöld stefnt að því að ná utan um íþrótta- og æskulýðsstarf.

Lilja kynnti stuðningsaðgerðir stjórnvalda ásamt Ásmundi Einari Daðasyni, barna- og félagsmálaráðherra, í dag sem fela í sér heildarstuðning upp á rúma tvo milljarða króna samtals. Stuðningur íslenskra stjórnvalda á þessu sviði er einn sá mesti á Norðurlöndunum.

„Markmiðið sem við settum okkur í upphafi þessa heimsfaraldurs var að ná utan um íþrótta- og æskulýðsstarf á Íslandi. Við vissum að það myndi þýða að það myndi þurfa að leggjast mjög gaumgæfilega yfir allt starfið sem er þar innt af hendi,“ segir Lilja. Líta þyrfti til tekjufalls félaga yrði og halda sjálfboðaliðum inni.

„Og ekki síst að halda öllum börnum og ungu fólki inni í íþrótta- og æskulýðsstarfi, og afreksstarfi gangandi og það er áskorun í þessu ástandi,“ segir Lilja.

Gert er ráð fyrir stuðningi til þess að mæta launakostnaði upp á 1 milljarð, 300 nilljónum í viðbótarstuðning við íþróttafélög, 50 milljónum í styrki til æskulýðsfélaga og loks verður 900 milljónum ráðstafað í sérstaka íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum, til niðurgreiðslu á þátttökugjöldum þeirra.

Mikilvægt að komast í gegnum ástandið

„Við ætlum okkur að koma íþrótta- og æskulýðshreyfingunni í gegnum þetta. Í starfinu felst gríðarlegt forvarnarstarf og það er mikilvægt fyrir lýðheilsu,“ segir Lilja og bætir við að lokum:

„Eitt af því sem er einna best gert á Íslandi það er skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf. Þetta er viðurkenning á störfum þeirra þúsunda sjálfbliða og annarra sem koma að því að byggja upp íþrótta- og æskulýðsstarf á hverjum einasta degi.“

Innlendar Fréttir