1 C
Grindavik
28. nóvember, 2020

Ástæðan fyrir því að allir eru að tala um hárið hans Trump eftir kosningarnar

Skyldulesning

Hár Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið á milli tannanna á fólki í mörg ár. Margir hafa velt því fyrir sér hvort hárið hans sé alvöru, hversu langan tíma það tekur fyrir hann að græja það og hvort hann liti það.

Þó svo að hár forsetans hafi verið reglulega til umræðu í fjölmiðlum, samfélagsmiðlum og kaffistofum víðs vegar um heiminn, þá hefur það vakið sérstaka athygli undanfarna viku.

Svo virðist sem ljósir lokkar Donald Trump hafi tekið að grána eftir kosningarnar. Insider, The Sun, Glamour, Daily Star og fleiri fjölmiðlar vestanhafs fjalla um málið.

Hárlitur Trump hefur breyst.

Það leið heil vika frá kosningum þar til Donald Trump steig fram opinberlega og hélt ræðu, þó ekki til að viðurkenna ósigur. Það voru ekki einungis orð hans sem vöktu athygli, heldur hár hans.

Eftir að hafa litað hár sitt ljósgult undanfarin ár virðist hann hafa leyft náttúrunni að taka völdin.

Það er ekkert nýtt að Bandaríkjaforsetar verða gráhærðir á meðan þeir eru í embætti. Barack Obama var orðinn gráhærður eftir tvö kjörtímabil, Bill Clinton varð það einnig.

En ólíkt þeim þá breyttist háralitur Trump skyndilega. Insider setur fram þá kenningu að um að hann sé með „sambandsslitahár“ (e. breakup hair) og gráa hárið sé hugsanlega merki um að hann sé tilbúinn að leita á önnur mið.

Netverjar á Twitter hafa margt um málið að segja og hafa ýmsar kenningar varðandi útlitsbreytingu forsetans.

Trump’s hair went from gold to silver because he came in second place.🥈 #TrumpLost

How it started How it’s going. pic.twitter.com/HbAPnCt0m5

— Pedro Marques (@MetroManTO) November 14, 2020

It appears Donald Trump’s hair dye has conceded.

— Ahmed Baba (@AhmedBaba_) November 13, 2020

Trump’s hair has left the White House pic.twitter.com/sNtujEyD6G

— Julia Bradbury (@JuliaBradbury) November 8, 2020

Trump’s hair is now white. His face is still orange.

— Palmer Report (@PalmerReport) November 13, 2020

I will say something nice about the president: he should never have been putting all of that Joker hair dye in his hair. Gray looks more normal. https://t.co/x2sO0pGH28

— Tom Nichols (@RadioFreeTom) November 13, 2020

trump is on tv right now

for your reference, i have sampled his hair color: it’s gray pic.twitter.com/HYmbAC2jfB

— Sonikku (@SpriterSonikku) November 13, 2020

Innlendar Fréttir