8 C
Grindavik
22. apríl, 2021

Ástandið á Seyðisfirði – Flæddi inn í nokkur hús

Skyldulesning

Vegna aurflóða á Seyðisfirði hafa íbúða- og atvinnuhúsnæði verið rýmd tímabundið í fjórum götum neðan við svokallaða Botna. Fjöldahjálparstöð Rauða krossins var opnuð í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði þar sem Rauði krossinn veitti aðhlynningu þeim er þangað leituðu. Aðrir leituðu skjóls hjá ættingjum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Austurlandi. Þar segir að engin slys hafi orðið á fólk í aurskriðunum. Vitað er að skriða náði að tveimur húsum að minnsta kosti og flæddi inn í nokkur. Óvíst er með skemmdir en það ætti að skýrast betur með morgninum.

Enn er óvissustig vegna skriðuhættu á svæðinu. Veðurspá gerir ráð fyrir áframhaldandi rigningu fram að helgi. Óvíst er hvenær íbúar geta snúið til síns heima en staðan verður metin á morgun.

Myndin hér að neðan sýnir skriðu á svæðinu.

Meðan óvissustig ríkir eru íbúar hvattir til að fylgjast vel með tilkynningum lögreglu. Næst verður send tilkynning um klukkan tíu í fyrramálið.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir