200 mílur | mbl | 9.5.2023 | 10:49
Nýr fríverslunarsamningur Ástralíu og Bretlands gerir ástralska framleiðendur sjávarafurða vongóða. AFP
Nýr fríverslunarsamningu Ástralíu og Bretlands tekur gildi 31. maí næstkomandi og með honum fá ástralskar sjávarafurðir tollfrjálsan aðgang að 65 milljón manna markaði Bretlands.
Samtök ástralskra framleiðenda sjávarafurða (Seafood Industry Australia, SIA) fagna samningnum þar sem talið er að hann muni styrkja stöðu ástralskra afurða á breska markaðnum næstu árin, að því er fram kemur í World Fishing & Aquaculture.
Þar segir að samningurinn mun fyrst um sinn fella niður tolla á fjölda sjávarafurða, en aðrir tollar verða felldir úr gildi á næstu þremur árum.