3 C
Grindavik
7. maí, 2021

Ástralska og asíska leiðin, að harðlæsa landamærum, brazilíska leiðin, að láta alla deyja.

Skyldulesning

Silfur Egils var fremur gott að þessu sinni og Egill Helgason í essinu sínu og fékk til sín ágæta viðmælendur. Ástralski prófessorinn Páll Þórðarson vakti sérstaka athygli mína enda var hann ekkert að skafa af því, og minnti á Ómar Geirsson hér á blogginu á köflum

Þar var dæmið sett upp með einföldum hætti, gríðarlega mörgum mannslífum hefur verið bjargað í Asíu og Ástralíu með hörðum reglum, lokuðum landamærum og miklu eftirliti, andstæðan er Svíþjóð og Brazilía, þar sem gríðarlegur fjöldi hefur látizt út af pestinni.

Ísland er svona mitt á milli, ágætt þríeyki og Þórólfur hæfur sem slíkur, en tvístígandi yfirvöld og ruglingslegar reglur, dregið í og úr til skiptis og misjafnar áherzlur eftir ráðherrum og ráðfrúm.

Það var raunar annað sem kom fram í þessu viðtali við hinn íslenzka prófessor sem starfar í Ástralíu sem hafði fengið litla athygli og umfjöllun hér innanlands þar til núna nýlega. Nú er það orðið heitt umræðuefni og deiluefni, en það eru nýju sóttvarnarlögin sem virðast taka réttindi af Þórólfi til að skylda fólk í sóttkví. Ekki eru allir á eitt sáttir um það hvort Vinstri grænir og Svandís beri ábyrgð á klúðrinu og mistökunum eða lögfræðingateymið þar í kringum sem sumt er tengt Sjálfstæðisflokknum eða hluti af honum.

Ómar Geirsson vakti athygli á þessu í færslu hjá sér í vetur, en hann fékk andmæli og lítinn stuðning, ég skrifaði athugasemd við hans færslu og var sammála um að eitthvað væri undarlegt við þessar nýju reglur, og hversu flókið lögfræðingamál var á plagginu og því erfitt að túlka það og skilja fyrir venjulegt fólk. Prófessorinn í Ástralíu kallar slíkt klúður og lélega stjórnsýslu, nokkuð sem ekki myndi líðast í Ástralíu, því fjölmenna landi. Nú eru sumir farnir að kalla á afsögn Svandísar fóstureyðingardrottningar, og ekki seinna vænna raunar.

Ég held að það sé smám saman að renna upp fyrir fleirum og fleirum að það leysir engin vandamál að fá femínista í ríkisstjórn, heldur þvert á móti, þar er ekki endilega meiri stjórnvizka en hjá karlrembusvínum og feðraveldungunum.


Fyrri fréttMér er raun
Næsta fréttViðreisn og réttlætið
spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir