5 C
Grindavik
18. apríl, 2021

Ástrós og Heiðar Logi hætt saman

Skyldulesning

Samkvæmisdansarinn og áhrifavaldurinn Ástrós Traustadóttir og brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson eru hætt saman. Fréttablaðið greinir frá.

Parið byrjaði saman seint á síðasta ári og fyrstu fréttir um samband þeirra birtust í byrjun janúar.

Landsmenn kannast við Ástrós úr þáttunum Allir geta dansað. Heiðar Logi hefur einnig verið mikið á sjónarsviðinu, hann er fremsti brimbrettakappi Íslands og hefur einnig komið fram í auglýsingum fyrir stór fyrirtæki á borð við 66° Norður.

Innlendar Fréttir