5 C
Grindavik
6. maí, 2021

Átakanleg kálfasteik

Skyldulesning

Gos gosEldgosið sýndi sig sæmilega vel í dag, eða eins og sjálfur Ómar Ragnarsson orðaði það: „… gufubólstur sem myndast við það að heitt loft streymir upp í kaldara loft og þéttist.“

Í gærkvöldi þegar ég sat við tölvuna hlustaði ég á útvarpið með öðru eyranu. Lagði betur við hlustir þegar maður sem virtist í fyrstu vera í viðtali, fór að tala um að hann hefði nánast farið óvart út í fjárhús seinna þennan dag og þá séð að blessuð kindin var búin að bera þremur lömbum. „Svo þurfti ég nú að láta slátra henni …“

Ég fékk sjokk, stökk á fætur og slökkti á útvarpinu, þetta var of harðneskjulegt á laugardagskvöldi, hvað var þessi maður að gera í útvarpinu mínu?

Ég lagðist í rannsóknarvinnu og komst að því að þetta var reyndar létta og káta allir í stuði-næturvaktin (ekki samt ætluð viðkvæmum), þáttur þar sem landsmenn fá að hringja inn, biðja um óskalag og spjalla við útvarpsmanninn.

En kannski fékk sagan góðan endi (held samt ekki) og lömbin þrjú lifðu hamingjusöm upp frá því (held samt ekki). En það fæ ég aldrei að vita fyrst ég slökkti.

Ég lærði vissulega eftir fyrsta sumarið í sveitinni í gamla daga að vingast ekki við kálfana, vera góð við þá en mynda ekki tilfinningatengsl, maður gat nefnilega lent í því að þurfa að borða þá næsta sunnudag með Ora-grænum og rabarbarasultu. 

Stori kroppurRás 2 bætti mjög vel fyrir hrylling gærkvöldsins með frábærri dagskrá í dag, sunnudag. Spennandi spurningaþáttur rétt fyrir hádegi, svo var vinsældalisti fyrir aldraða,  (ein vika á síðustu öld var tekin fyrir, lagið Firestarter var í fyrsta sæti, Oasis í c.a. þriðja o.s.frv., dásamlegt), svo var hin frábæra, frábæra Andrea með þátt og nú er Tvíhöfði í gangi.

Vinkona mín kíkti í kaffi í dag, hún ætlar að gosinu á morgun eða hinn. Henni var sagt að þyrluvélarhljóðin skemmdu upplifun fólks sem langaði að heyra drunurnar í gosinu. Hún heyrði líka að sumir / einhverjir foreldrar sendu börn sín út á storknað hraunið til að sækja heimilisdrónann sem lenti óvart þar … Sumir eru greinilega ekkert fyrir börn.

Elsku frábæri Davíð frændi á afmæli í dag, rétt rúmlega þrítugur – til hamingju. (Hættu að hlusta á hlaðvörp, farðu að lesa blogg, drengur!) 

Neðri myndin er tekin úti í sveit en þarna var ég orðin talsvert eldri en sá krakki sem neyddist til að borða vini sína, kálfana, í sunnudagsmatinn.


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir