4.3 C
Grindavik
16. október, 2021

Atli fær Grammy-tilnefningu

Skyldulesning

Lífið

Atli sá að miklu leyti um tónlistina í Eurovision-mynd Will Ferrell.
Atli sá að miklu leyti um tónlistina í Eurovision-mynd Will Ferrell.
Skapti Hallgrímsson

Tónlistarmaðurinn Atli Örvarsson er tilnefndur til Grammy-verðlaunanna fyrir tónlistina í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire and Saga.

Atli er tilnefndur ásamt öllum þeim sem unnu að tónlist kvikmyndarinnar. Þetta kemur fram á frétta- og mannlífsvefnum Akureyri.net.

Tilnefningin er í flokknum tónlist í kvikmyndum, þáttum og tölvuleikjum.

Grammy verðlaunin verða í Los Angeles í janúar og er þetta í 63. skipti sem verðlaunahátíðin fer fram.

„Jú, það er mjög gaman að þessu og mikill heiður. Þetta lítur mjög vel út á ferilskránni,“ segir Atli í samtali við Akureyri.net.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir