9.3 C
Grindavik
25. september, 2022

Átök í Garðabæ og mörgum blöskrar – „Það held ég að sé tímabært – TAKK fyrir komuna“

Skyldulesning

Nokkur fjöldi stuðningsmanna Stjörnunnar er verulega óhress með það hvernig stuðningsmannasveit félagsins hefur blandað sér í prófkjörsbaráttu Sjálfstæðisflokksins þar í bæ. Almar Guðmundsson fyrrum formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar sækist eftir oddvitasætinu.

Lykilmenn í Silfurskeiðinni tóku upp myndband og sömdu lag þar sem þeir styðja Almar til góðra verka. Mörgum blöskrar að stuðningsmannasveit íþróttafélags blandi sér í pólitík.

Silfurskeiðin er líklega öflugasta stuðningsveit íþróttanna en sveitin hefur verið mjög áberandi í kringum fótboltalið Stjörnunnar um langt skeið.

Einn þekktasti íbúi Garðabæjar, Máni Pétursson blandar sér í málið fyrstur manna. „Jæja… þetta er bara i alvöru að gerast á stuðningsmanna síðunni okkar,“ segir þessi vinsæli fjölmiðlamaður sem er þekktur fyrir að vera á vinstri vængnum í pólitíkinni.

Fleiri taka undir orð Mána en þar á meðal er Svavar Friðriksson „Fínt myndband en það er ekki við hæfi að blanda prófkjörinu inn í flotta félagið okkar. Ég er fyrrverandi sjálfstæðismaður og hef engan áhuga á því að Silfurskeiðin sé að koma opinberlega fram og styðja ákveðna aðila í ákveðnum flokkum. Þetta snýst ekkert um Almar heldur er þetta prinsippmál.,“ segir Svavar og er augljóslega svekktur.

Fyrrum stjórnarmaður KSÍ skerst í leikinn:

Valgeir Sigurðsson sem lét af störfum í stjórn KSÍ um liðna helgi fagnar þessu framtaki. „Skeiðin hefur engu gleymt. OG alls ekki eftir framlagi sjálfboða sem leggja mikið á sig fyrir félagið. TAKK,“ skrifar Valgeir en hann og Svavar fara í kjölfarið að takast all hressilega á.

„Hmm… Þetta er í fyrsta skiptið sem mig langar að segja mig úr þessari grúppu,“ segir Svavar og Valgeir segir honum að koma sér burt.

„Svavar Friðriksson það held ég að sé tímabært – TAKK fyrir komuna,“ skrifar Valgeir og fær svar frá Svavari sem vonast til þess að Valgeir sé að grínast.

En grín var ekki ofarlega í huga Valgeirs þegar hann las yfir Svavari. „Alls ekki, líklega enginn að neyða þig í “þessa grúppu” Ég fagna því að stuningmannahópar íþróttafélaga standi með sjálfboðaliðum sinna félaga. En það kunna ekki allir að meta það framlag – það er eins og það er.“

Svavar tók þá til máls. „Ég hef ekkert á moti Almari eða öðrum sem styðja klúbbinn minn. Ég hef sjálfur verið sjálfboðaliði Stjörnunnar í áratugi og fórnað ómældri vinnu og ómældum tíma fyrir Stjörnuna. Mér finnst samt að það eigi ekki að blanda framboðskjör einstakra manna við Silfurskeiðina. Höldum bara pólitíkinni fyrir utan stuðningsmanna sveit Stjörnunnar sem inniheldur án vafa einstaklinga sem ekki eru allir á sömu skoðun hvað pólitíkina varðar.“

Fleiri eru á sömu skoðun og Svavar og Máni. „Þetta finnst mér Stjörnunni ekki til framdráttar. Erum við Garðbæingar ekki öll Stjörnufólk, sama hvar við stöndum í pólitík?,“ skrifar Gísli B. Ívarsson.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir