Átta konur eru í hópi sakborninga í einu umfangsmesta barnaníðsmáli Bretlands. Sakborningar í málinu eru alls 21 talsins og hafa þeir verið fundir sekir um að hafa níðst kynferðislega á sjö börnum, allt niður í tólf ára gömul, í meira en áratug. Dómarnir yfir konunum voru frá allt að 7 ára fangelsi og upp í 17 ár. Dail Mail greinir frá.
Málið komst upp á yfirborðið árið 2017 þegar eitt fórnarlambið þurfti að leita sér aðstoðar á spítala í Vestur-Miðlöndum vegna áverka sem vakti grunsemdir heilbrigðisstarfsfólks. Rannsóknin vatt upp á sig og að lokum voru um 70 einstaklingar yfirheyrðir vegna málsins.
Það leiddi til þess að 21 voru ákærðir og hafa 17 þeirra þegar hlotið þunga dóma en vegna umfangsins varð að skipta réttarhöldunum í þrjá hluta. Fjórir barnaníðingar hafa þegar verið sakfelldir en dómari mun kveða upp úrskurð yfir þeim þann 12. maí næstkomandi.
Covid-faraldurinn tafði réttarhöldin verulega en breskir miðlar greina frá því að aðeins einn meðlimur barnaníðingshringsins hafi játað sekt sína. Aðrir hafa lýst yfir sakleysi sínu og ekki sýnt nein merki um iðrun.
Ítarlegri lýsingar á þeim myrkraverkum sem hópurinn gerðist sekur um hafa ekki enn verið gefin út en búist er við því að það verði gert eftir að réttarhöldunum er lokið.
Tracey Baker var sakfelld í fimm ákæruliðum og hlaut 16 ára fangelsi Natalie Wellington hlaut einn þyngsta dóminn. Alls 17 ára fangelsi