February 22 01:27 2012 by fg
“Ég verð að segja það að ég átti engan veginn von á þessu” sagði Ómar Freyr aðalvinningshafinn í bingóinu í Júllabæ. “Ég hef aldrei verið heppinn í spilum, spila aldrei bingó, póker eða nokkuð annað fjárhættuspil, meira að segja snerti ég ekki Yatsy, sem er nátturulega gambling spil”
Eins og myndin sýnir voru menn úttaugaðir eftir bingóið og útkeyrðir og blaðamaður rétt náði að spjalla við Ómar Frey áður en hann sveif á vit draumanna. Heyrðist hann muldra í svefnrofunum….”Bjarni átta”…eða Oddur 69….Hvaða bull er þetta…Ég verð að vinna einu sinni….Common…vantar bara eina tölu….
Svo mörg voru þau orð….