4.3 C
Grindavik
16. október, 2021

Auglýsa eftir lögreglustjóra á Vesturlandi

Skyldulesning

Enn af öfugsniða

Fyrri hluti októbermánaðar

Aðalstöð lögreglustjórans á Vesturlandi er að Bjarnarbraut í Borgarnesi.

Embætti lögreglustjórans á Vesturlandi hefur verið auglýst laust til umsóknar, en Úlfar Lúðvíksson, sem gegndi embættinu frá því í ársbyrjun 2015 þangað til nú í nóvember, tók við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum.

Í auglýsingu dómsmálaráðuneytisins kemur fram að umsækjendur þurfi samkvæmt lögum að:

  • hafa náð 30 ára aldri,
  • hafa íslenskan ríkisborgararétt,
  • vera svo á sig komnir andlega og líkamlega að þeir geti gegnt embættinu,vera lögráða og hafa aldrei misst forræði á búi sínu,
  • [hafa hvorki hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað sem framinn var eftir að þeir urðu fullra 18 ára] 2) né sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem lögreglustjórar verða almennt að njóta,
  • hafa lokið fullnaðarprófi í lögfræði með embættis- eða meistaraprófi eða háskólaprófi í þeirri grein sem metið verður jafngilt.

Þá eru aðrar hæfniskröfur taldar upp, en þar er meðal annars að hafa góða þekkingu og yfirsýn yfir verkefni lögreglunnar, að búa yfir góðri þekkingu eða reynslu af störfum innan stjórnsýslu, að hafa rekstrarþekkingu og farsæla reynslu af stjórnun og stefnumótun. Einnig er tiltekið að umsækjendur þurfi að hafa framúrskarandi forystu, samvinnu- og samskiptahæfni, fagmennsku, frumkvæði, drifkraft og jákvæðni. Þá er got vald á íslensku og ensku, auk þekkingar á einu Norðurlandamáli æskileg.

Lögreglustjóri er skipaður til fimm ára í senn og fara laun eftir ákvörðun með lögum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir