2.3 C
Grindavik
29. janúar, 2023

Aukin eftirspurn eftir þjónustu geðheilsuteyma

Skyldulesning

Eftirspurn eftir þjónustu geðheilsuteyma Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur aukist um 16% frá árinu 2020 samkvæmt því sem fram kemur í ársskýrslu teymanna. 

Um 900 tilvísanir bárust til teymanna á síðasta ári en geðheilsuteymi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eru þrjú talsins. Hvert þeirra sinnir ákveðnum svæðum höfuðborgarsvæðisins. 

Í skýrslunni segir að tímabært sé að endurskoða mönnun geðheilsuteymanna í takti við aukna eftirspurn enda lagt af stað með lágmarksmönnun við stofnun teymanna árið 2017. Mikilvægt sé að meta þörfina á hverju þjónustusvæði og miða starfsemi og fjölda starfsfólks við að anna þörfinni. Í skýrslunni er lagt til að stöðugildum í hverju teymi verði fjölgað úr 12 í 16 og að tryggt verði að tvær stöður geðlækna verði í hverju teymi.

„Geðheilsuteymin sinna öllum geðröskunum á breiðum grundvelli og starfa eftir batahugmyndafræði. Hugmyndafræðin gengur út á áherslu á að viðhalda von og skapa betra líf með því að byggja á styrkleikum. Hún grundvallast á samvinnu við einstaklinginn með markmiðasetningu, sjálfsábyrgð og valdeflingu,“ segir á vef Heilsugæslunnar. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir