4 C
Grindavik
9. maí, 2021

Auknar líkur á að Solskjær geti sótt Varane í sumar

Skyldulesning

Forráðamenn Real Madrid eru sagðir tilbúnir í að selja Raphael Varane nú þegar félaginu hefur tekist að klófesta David Alaba frá FC Bayern.

Spænskir miðlar segja að Real Madrid sé búið að semja við Alaba sem kemur frítt frá Bayern í sumar.

Varane mun í sumar aðeins eiga ár eftir af samningi sínum og þarf félagið að selja hann ef ekki næst samkomulag um nýjan samning.

Real Madrid þarf einnig að selja leikmenn og sækja sér fjármuni til að eiga kost á að kaupa Kylian Mbappe sem er efstur á óskalista félagsins í sumar.

Manchester United er sagt hafa mikinn áhuga á Varane en hann ætti að geta myndað ágætis par með Harry Maguire fyrirliða félagsins.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir