-5 C
Grindavik
3. desember, 2020

Aukning í smitum í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir færri sýni

Skyldulesning

16 aðilar tengdir félögum í ensku úrvalsdeildinni greindust með COVID-19 veiruna í síðustu vikur. Aldrei hafa fleiri greinst með veiruna á einum tímapunkti.

Þetta veldur áhyggjum í ljósi þeirrar staðreyndir að fjöldi sýna var færri en gengur og gerist. Það er vegna þeirra leikmanna sem eru með landsliðum sínum.

Vitað er um þrjá leikmenn í deildinni sem hafa greinst með landsliðum sínum og eru þeir ekki í þessum tölum. Þar má nefna Mohamed Salah hjá Liverpool og Mohamed Elneny sem báðir hafa fengið veiruna í verkefni með landsliði Egyptalands.

Þá fékk Matt Doherty bakvörður Tottenham veiruna í verkefni með landsliði Írlands. Frá þvi að byrjað að vara að prófa leikmenn í maí hafa aldrei fleiri mælst með hana á einni viku.

Prófin fóru fram á milli 9 og 15 nóvember en óttast er að enn fleiri greinist með veiruna nú þegar landsliðsmenn fara að skila sér heim á nýjan leik.

Enski boltinn á 433 er í boði

Innlendar Fréttir