8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Aunsmo nýr rekstrarstjóri hjá Löxum

Skyldulesning

200 mílur

| mbl
| 1.3.2021
| 11:05
| Uppfært

18:13

Laxar fiskeldi ehf. hefur fengið nýjan rekstrarstjóra; Arnfinn Aunsmo.

Ljósmynd/Laxar fiskeldi ehf.

Arnfinn Aunsmo hefur verið ráðinn rekstrarstjóri Laxa fiskeldis. Hann hefur áður meðal annars gegnt stöðu rekstrarstjóra AquaGen og forstöðumanns þróunarsviðs hjá Måsøval, en norska fyrirtækið Måsøval gerðist á síðasta ári nýr eigandi að meirihluta í Löxum.

Aunsmo er menntaður dýralæknir við Háskólann í Edinborg og hefur doktorsgráðu í útbreiðslu sjúkdóma frá dýralæknaskólanum í Ósló.

„Ég er hæstánægður að hefja starf sem rekstrarstjóri hjá Löxum og að fá tækifæri til að bjóða fram þekkingu mína og reynslu og vinna að frekari þróun og stækkun á starfsemi Laxar á Íslandi ásamt því teymi sem þegar starfar hjá fyrirtækinu,“ er haft eftir Aunsmo í tilkynningu.

Innlendar Fréttir