8.4 C
Grindavik
20. júní, 2021

Aurskriða tók með sér hús og flutti um 50 metra

Skyldulesning

Húsið sem skriðan sem féll í nótt hreif með sér …

Húsið sem skriðan sem féll í nótt hreif með sér sést hér fyrir miðri mynd. Húsið stóð við Austurveg og var eitt af þeim húsum sem fyrstu skriðurnar umlyktu.

Ljósmynd/Veðurstofan

Tvær skriður féllu út Nautaklauf á Seyðisfirði í nótt, seinni skriðan tók með sér mannlaust timburhús og flutti það um 50 metra. Það hús var innan svæðis sem hafði verið rýmt. Í kjölfarið var staðan endurmetin og nokkur hús til viðbótar rýmd.

Fyrri skriðan féll upp úr klukkan eitt í nótt og önnur skriða féll um tveimur tímum seinna.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

„Mikil úrkomuákefð hefur verið á Seyðisfirði í gærkvöldi og í nótt og rýmingar því enn í gildi. Í gærkvöldi voru svæðin stækkuð þar sem fólk í húsum var beðið um að gæta varúðar. Í nótt féllu tvær skriður úr Nautaklauf sem er sami farvegur og stærsta skriðan á þriðjudaginn féll úr,“ segir á vef Veðurstofunnar. 

Appelsínugul viðvörun vegna rigningar er í gildi á svæðinu til klukkan níu í dag. Veðurspá gerir ráð fyrir minni úrkomu með morgninum þótt ekki stytti upp fyrr en á laugardag.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir