8 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Aus fúkyrðum yfir þjálfarann til að komast burt – „Mér fannst það glatað“

Skyldulesning

Danski leikmaðurinn Nicklas Bendtner lék um tíma með Arsenal í efstu deild Englands. Árið 2013 vildi Bendtner fara frá félaginu og ganga til liðs við Crystal Palace.

Arsene Wenger, þjálfari Arsenal á þessum tíma, vildi þó ekki leyfa Bendtner að fara frá Arsenal þar sem liðið var ekki með neinn leikmann til að fylla í skarðið fyrir hann. „Því miður, þú getur ekki farið,“ sagði Wenger við Bendtner. „Mér fannst það glatað, ég var búinn að bíða í heila viku eftir því að fara,“ segir Bendtner í viðtali við fótboltatímaritið FourFourTwo.

Eftir þetta ákvað Bendtner að hrauna fúkyrðum yfir þjálfarann svo hann myndi leyfa honum að fara. Bendtner notaði orð eins og wanker og asshole til að reyna að móðga Wenger. „Það virkaði ekki,“ segir Bendtner. Hann fékk þó að fara frá félaginu næsta sumar en þá rann samningur hans við félagið út. Bendtner gekk þá til liðs við þýska félagið Wolfsburg og gekk ágætlega þar.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir