Brentford úr B-deildinni er komið í undanúrslit enska deildabikarsins í fótbolta í fyrsta skipti í sögu félagsins eftir 1:0-heimasigur á Newcastle úr ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Joshua Da Silva skoraði sigurmark Brentford á 66. mínútu eftir sendingu frá Sergi Canos. Brentford hefur verið á mikilli siglingu og leikið 14 leiki í röð í öllum keppnum án þess að tapa en liðið er í 4. sæti B-deildarinnar.
Newcastle hefur aðeins unnið tvo leiki af síðustu sjö og verið í basli í úrvalsdeildinni og koma úrslitin því ekki endilega mikið á óvart.
Brentford mætir Arsenal, Manchester City, Everton, Manchester United, Stoke eða Tottenham í undanúrslitum.