Bað um að vera valinn í liðið eftir klúðrið í vikunni – DV

0
142

Gabriel Martinelli bað Mikel Arteta, stjóra Arsenal, um að fá að spila leik gærdagsins gegn Crystal Palace.

Arteta segir sjálfur frá en Martinelli var skúrkurinn er Arsenal datt úr leik í Evrópudeildinni á fimmtudag.

Martinelli klúðraði einu vítaspyrnu Arsenal í vítakeppni gegn Sporting sem varð til þess að liðið féll úr leik.

Sjálfstraustið er þó enn til taks hjá Martinelli sem skoraði í 4-1 sigri á Palace í gær og spilaði 83 mínútur.

Arteta staðfesti það að Martinelli hafi sjálfur beðið um að fá að spila leikinn en hann vildi fá að bæta upp fyrir klúðrið í miðri viku.

Enski boltinn á 433 er í boði