-2 C
Grindavik
26. janúar, 2021

Bæta geðheilbrigðisþjónustu á framhaldsskólastigi

Skyldulesning

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur samið við Kara Connect um að …

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur samið við Kara Connect um að veita geðheilbrigðisþjónustu með stafrænni lausn.

mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect, um að veita alls 7 framhaldsskólum aðgang að stafrænni lausn sem tengir nemendur við sérfræðinga í gegnum öryggt vefsvæði. Er það gert í því skyni að bæta aðgengi nemenda að geðheilbrigðisþjónustu.

Fjölmargir sérfræðingar í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu hafa notast við kerfi Köru Connect til þess að eiga í samskiptum við skjólastæðinga sína í gegnu spjall- og myndfundi á netinu, að því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Kerfið hafi reynst vel og nú þegar afi margir skólar nýtt sér hugbúnaðinn með ýmsum hætti.

Innlendar Fréttir