5.3 C
Grindavik
24. september, 2021

Bakvörður í Bolungarvík ekki ákærður

Skyldulesning

Hjúkrunarheimilið Berg í Bolungarvík.

Hjúkrunarheimilið Berg í Bolungarvík.

Kona, sem sökuð var um að hafa villt á sér heimildir þar sem hún starfaði sem bakvörður á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Bergi í Bol­ung­ar­vík í byrj­un apríl, verður ekki ákærð.

Jón Bjarni Kristjánsson, lögmaður konunnar, staðfestir þetta við mbl.is. Fyrst var greint frá málinu á vef Rúv.

Jón Bjarni vildi lítið meira segja um málið að svo stöddu en sagði að von væri á yfirlýsingu frá skjólstæðingi hans síðar í dag.

Konan var hand­tek­in 10. apríl í Bolungarvík, sökuð um að hafa fram­vísað fölsuðum gögn­um og mis­farið með lyf. Hún sagðist vera alsak­laus og að hún hefði ekkert að fela. Hún sagðist jafn­framt hafa verið meðhöndluð eins og stór­glæpa­maður.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir