5 C
Grindavik
12. maí, 2021

Bale segir frá plani sínu í sumar – Ætlar aftur til Real Madrid

Skyldulesning

Gareth Bale kantmaður Real Madrid ætlar sér að snúa aftur til félagsins í sumar og klára samning sinn þar. Bale er í dag á láni hjá Tottenham.

Real Madrid hefur lengi viljað losna við Bale af launaskrá enda þénar hann 650 þúsund pund á viku og Zindedine Zidane hefur ekki áhuga á að nota hann.

Í dag borgar Tottenham helming launa hans en Bale vill komast aftur til Spánar, eftir nokkuð misheppnaða dvöl hjá Tottenham.

„Þetta truflar mig ekkert,“ sagði Bale á fréttamannafundi með landsliði Wales í dag en liðið er að hefja leik í undankeppni HM.

„Ég fór til Spurs til að spila meiri fótbolta, ég vildi vera í formi á Evrópumótinu í sumar. Planið var alltaf að taka tímabil með Spurs og fara á EM, eiga síðan ár eftir hjá Real Madrid.“

„Planið mitt er að fara aftur til Real Madrid, ég hef bara skipulagt það.“

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir