5 C
Grindavik
8. maí, 2021

Bale svarar fyrir sig – ,,Er ekki að vanvirða neinn“

Skyldulesning

Gareth Bale, sem er á láni hjá Tottenham Hotspur frá Real Madrid, segir að hann muni ræða við síðarnefnda félagið um framtíð sína í sumar. Hann segist ekki hafa verið að vanvirða Tottenham þegar hann talaði um að hann ætlaði einungis að taka eitt tímabil með þeim áður en hann færi aftur til spænsku höfuðborgarinnar.

Velski landsliðsmaðurinn sagði á dögunum að hann ætlaði aftur til Real Madrid að loknu yfirstandandi tímabili og olli það töluverðu fjaðrafoki. Bale var sakaður um að vera að vanvirða enska liðið. Hann segir nú að hann hafi aðeins verið að tala um lagalega skyldu sína um að snúa aftur til Real í sumar þar sem hann á enn ár eftir af risasamningi sínum við félagið.

,,Ég er ekki að vanvirða neinn, þetta er bókstaflega það sem ég þarf að gera. Real Madrid á mig og eins og staðan er þá fer ég til baka að tímabilinu loknu,“ sagði Bale.

,,Planið er að fara til baka og hvort ég setjist þá niður með umboðsmanni mínum og ákveði eitthvað kemur í ljós í sumar.“

Bale var engan veginn inni í myndinni hjá Zinidane Zidane, stjóra Real, þegar hann var þar. Út frá orðum hans núna má skilja að hann sé alls ekki viss um að spila aftur fyrir liðið, þrátt fyrir að honum sé skylt að snúa aftur í sumar.

Bale hefur skorað 10 mörk á tímabilinu og lagt upp þrjú til viðbótar. Hann hefur þó aðeins fengið að byrja 6 leiki í ensku úrvalsdeildinni.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir