1 C
Grindavik
17. janúar, 2021

Balotelli að endurnýja kynnin við Berlusconi

Skyldulesning


Arnar Geir Halldórsson skrifar

Ítalinn litríki Mario Balotelli er loksins að finna sér nýtt félag eftir að hafa yfirgefið Brescia síðasta sumar en samkvæmt fréttum frá Ítalíu mun hann skrifa undir við ítalska B-deildarliðið Monza innan skamms.

Ítalinn litríki Mario Balotelli er loksins að finna sér nýtt félag eftir að hafa yfirgefið Brescia síðasta sumar en samkvæmt fréttum frá Ítalíu mun hann skrifa undir við ítalska B-deildarliðið Monza innan skamms.

Monza hafa verið á hraðri uppleið síðan liðið fékk nýjan eiganda, sjálfan Silvio Berlusconi sem á árum áður réði ríkjum hjá AC Milan auk þess sem hann var forsætisráðherra Ítalíu.

Miklar AC Milan tengingar eru við þetta nýja ævintýri Berlusconi í Monza en Adrian Galliani er yfirmaður íþróttamála hjá félaginu. Hann gegndi sömu stöðu hjá AC Milan þegar félagið var meðal bestu liða Evrópu.

Þá er þjálfari liðsins Christian Brocchi, fyrrum leikmaður AC Milan.

Balotelli mun hitta fyrir annan litríkan leikmann og fyrrum félaga sinn hjá AC Milan þar sem Kevin Prince Boateng gekk til liðs við Monza frá Barcelona síðasta sumar.

Monza er í 8.sæti Serie B og stefna líklega á að koma sér sem fyrst upp í Serie A en sæti 1 og 2 fara beint upp í Serie A á meðan 3-8 fara í umspil um eitt laust sæti.

Innlendar Fréttir