2.3 C
Grindavik
27. janúar, 2023

Bálreiður Tuchel vakti langt fram eftir nóttu og tróð í sig súkkulaði – „Hundurinn var öruggur“

Skyldulesning

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, viðurkennir að hann hafi verið bálreiður eftir 1-3 tap gegn Real Madrid á heimavelli í vikunni. Liðin mættust á miðvikudag í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Útlitið er svart fyrir Chelsea fyrir seinni leikinn í Madríd á þriðjudag.

„Að vera reiður heila nótt er óvenjulegt fyrir mig. Stundum er ég reiður í leikjum en eftir leiki kýs ég yfirleitt að tjá mig ekki mikið ef ég er ekki sáttur. En tilfinningin varði lengur,“ sagði Tuchel.

„Ég horfði aftur á leikinn og kom reiður heim um miðja nótt. Um morguninn horfði ég svo aftur á hann og varð aftur reiður. Ég var samt ekki svakalega reiður, hundurinn var öruggur. En magnið af súkkulaði sem ég þurfti að borða til að geta horft aftur á leikinn var mikið.“

„Á einhverjum tímapunkti þarftu að stoppa, fara inn í eldhús og slaka á. Ég svaf aðeins en ekki mikið.“

„Við bendum ekki á hvorn annan. Við vorum ekki upp á okkar besta og þess vegna vorum við reiðir. Mér finnst betra að láta leikmenn vita af því, vera hreinskilinn. Það er mikilvægt að leikmenn geti tekið því ef þjálfarinn er reiður.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir