Knattspyrnumenn á Englandi hafa fengið þau skilaboð að halda ekki jólapartý á þessu ári, það gæti brotið sóttvarnarlög að halda slík partý á tímum sem þessum.
Löng hefð er fyrir því að knattspyrnulið haldi jólapartý til að þjappa saman hópnum fyrir komandi átök.
Félög á Englandi hafa áhyggjur af því að svona gleðskapur verði illa liðinn í samfélaginu vegna COVID-19 veirunnar. Englendingar eru byrjaðir að bólusetja fyrir veirunni en ástandið í landinu hefur verið afar slæmt.
Chelsea hefur tekið þá ákvörðun um að banna leikmönnum um að halda gleðskap fyrir þessi jólin, enska úrvalsdeildin og neðri deildir hafa lagt til að fleiri félög geri slíkt hið sama.
Félögin hafa látið leikmenn vita að því að glepskapur í laumi sé heldur ekki í boði enda kemst slíkt iðulega upp.