2.3 C
Grindavik
27. janúar, 2023

Banvæn skothríð vegna uppgjörs glæpagengja

Skyldulesning

Lögreglan í Sacramento í Bandaríkjunum telur að skothríð sem leiddi til þess að sex dóu og tólf særðust um helgina, hafi verið uppgjör milli glæpagengja. Búið er að bera kennsl á fimm menn sem komu að skothríðinni en talið er að þeir hafi verið fleiri.

Tveir hafa verið handteknir en þeir eru bræður og særðust báðir þegar rúmlega hundrað skotum var hleypt af fyrir utan skemmtistað aðfaranótt sunnudagsins. Þeir hafa þó einungis verið ákærðir fyrir að bera vopn ólöglega, enn sem komið er.

AP fréttaveitan hefur eftir forsvarsmönnum lögreglunnar í Sacramento að myndbönd sem fólk hafi sent lögreglunni hafi hjálpað mjög við að bera kennsl á hina grunuðu.

Hér má sjá slagsmál sem talin eru hafa leitt til skothríðarinnar.

Þrír karlmenn og þrjár konur létust í árásinni: Sergio Harris, 38 ára, De’Vazia Turner, 29 ára, Joshua Hoye-Lucchesi, 32 ára, Johntaya Alexander, 21 árs, Melinda Davis, 57 ára, og Yamile Martinez-Andrade, 21 árs.

Um er að ræða mannskæðustu skotárásina í Bandaríkjunum á þessu ári.

Bræðurnir sem hafa verið handteknir heita Smiley Martin (27) og Dandrae Martin (26). Báðir hafa verið ákærðir fyrir að vera með stolin vopn og er lögreglan að reyna að komast að því hvar þeir fengu þau. Smiley á sér sakaferil sem nær aftur til 2013 en honum var sleppt úr fangelsi á skilorði í febrúar. Þá hafði hann afplánað um helming tíu ár dóms fyrir heimilisofbeldi.

Í frétt AP segir að Smiley hafi beðið um reynslulausn 2017 en þeirri beiðni hafi verið hafnað á eim grundvelli að hann sýndi „litla virðingu fyrir mannslífi og lögum“ og væri hættulegur samfélaginu.

Dandrae Martin hefur einnig setið í fangelsi en var sleppt árið 2020. Hann hafði verið dæmdur fyrir vörslu fíkniefna og líkamsárás.


Tengdar fréttir

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn og ákærður í tengslum við skotárás í Sacramento í gær. Sex létust í árásinni og tólf til viðbótar særðust. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir