Banvænar köngulær fela sig í sundlaugum – DV

0
168

Miklar rigningar í Ástralíu að undanförnu hafa orðið til þess að mikil aukning hefur orðið á því að eitruðum köngulóm hafi skolað ofan í sundlaugar. Meðal tegunda sem hafa fundist í sundlaugum að undanförnu er ein sem er svo eitruð að eitur hennar getur orðið barni að bana á 15 mínútum. Sumar af köngulóartegundum geta verið í kafi í allt að 24 klukkustundir.

The Sydney funnel-web köngulóin er meðal eitruðustu köngulóartegunda heims og hún er ein þeirra sem hefur gert sig heimakomna í áströlskum sundlaugum að undanförnu.  Karldýrin eiga sök á flestum dauðsföllum meðal fólks því þau hafa þróað enn eitraðra eitur með sér til að geta varist þegar þeir ráfa um í leit að kvendýrum til að makast með.

Mótefni kom á markaðinn á níunda áratugnum og hefur ekkert dauðsfall af völdum þessarar tegundar verið staðfest síðan þá. En bit þessarar tegundar getur banað barni á 15 mínútum ef það fær ekki móteitur.