1.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Bara eitthvað mjálm og suð sagði formaður Viðreisnar

Skyldulesning

Í borgarráði var lögð fram húsnæðisáætlun 2022 og 10 ára úthlutunaráætlun til afgreiðslu. Fulltrúi Flokks fólksins gerði bókun.

Segir í gögnum að stefnt er að byggingu 1000 íbúða í Reykjavík árlega og af þeim eru 250 íbúðir á vegum óhagnaðardrifinna félaga. Þetta er gott eins langt og það nær en er bara ekki nóg. Það á eftir að taka langan tíma að vinna upp þau ár sem of lítið var byggt. Úthluta þarf mörgum lóðum fyrir ólíkar tegundir af húsnæði. Sárlega vantar sérbýli og raðhús ef halda á eðlilegum húsnæðismarkaði. Þétting byggðar hefur leitt til þess að það sem byggt er er einsleitt, mest litlar og meðalstórar blokkaríbúðir, á rándýru þéttingarsvæðum.

Í ljósi þess að eftirspurn eftir rað- og sérbýlislóðum er nú í sögulegu hámarki þarf að auka sveigjanleika byggðastefnunnar. Um 30% fasteignakaupenda eru fyrstu kaupendur. Í sölu eru eitthvað um 200 eignir en þær þyrftu að vera allt að 900 ef hægt ætti að vera að viðhalda eðlilegu flæði. Mæta þarf ólíkum þörfum í þessum málum sem öðrum. Erfiðleikar með að fá byggingarlóð í Reykjavík hefur verið mein í borgarkerfinu. Þess utan er mikill seinagangur í afgreiðsluferlinu öllu og líður allt of langur tími frá umsókn þar til eign kemst í notkun. Þetta eru staðreyndir en ekki eitthvað mjálm eða suð eins og formaður Viðreisnar orðaði það viðtali á Útvarpi Sögu þegar spurð um hvað henni fyndist um málflutning minnihlutans í borginni um skort á húsnæði í Reykjavík vegna.


Flokkur: Bloggar |


«
Síðasta færsla

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir