8 C
Grindavik
22. apríl, 2021

Baráttan um Manchesterborg: Byrjunarliðin klár – De Gea og Pogba byrja

Skyldulesning

Manchester United og Manchester City mætast á Old Trafford í stórleik 12. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Leikurinn er talinn vera einn sá mikilvægasti fyrir Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra Manchester United, sem þarf sárlega á góðum úrslitum að halda. United er fyrir leikinn í 7. sæti deildarinnar með 19 stig efftir 10 leiki.

David De Gea stendur í marki United  og Paul Pogba er á miðjunni hjá liðinu.

Manchester City, hefur ekki gengið sem skyldi í deildinni á þessu tímabili og er sigur því einnig mikilvægur fyrir þá bláklæddu. Liðið er í 9. sæti deildarinnar með 18 stig.

Byrjunarlið Manchester United: 


De Gea, Wan-Bissaka, Maguire, Lindelof, Shaw, Fred, Pogba, McTominay, Fernandes, Rashford, Greenwood

Byrjunarlið Manchester City: 


Ederson, Walker, Dias, Stones, Cancelo, Rodri, Fernandinho, De Bruyne, Mahrez, Sterling, Jesus

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir