5 C
Grindavik
8. maí, 2021

Barcelona bíður Söru

Skyldulesning

Barcelona tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta með því að slá út Manchester City. City vann 2-1 í Englandi í dag en Barcelona hafði unnið fyrri leikinn 3-0 og vann því einvígið 4-2.

Segja má að Barcelona hafi endanlega gert út um einvígið eftir um klukkutíma leik í Manchester í dag, þegar nígeríski landsliðsfyrirliðinn Asisat Oshoala jafnaði metin í 1-1. Þar með hefði City þurft að skora fjögur mörk til viðbótar til þess að vinna einvígið.

Heimakonur gáfust þó ekki upp og Samantha Mewis kom þeim í 2-1 úr vítaspyrnu á 68. mínútu. Janine Beckie hafði gert fyrsta mark leiksins á 20. mínútu en fleiri urðu mörkin ekki.

Barcelona mætir sigurliðinu úr einvígi PSG og Lyon í undanúrslitum. Lyon, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, er 1-0 yfir í því einvígi en seinni leik liðanna var frestað til 18. apríl vegna kórónuveirusmita hjá liðsfélögum Söru.

Fyrr í dag tryggði Chelsea sér sæti í undanúrslitum með því að slá út Wolfsburg. Bayern og Rosengård leika seinni leik sinn á morgun en Bayern, lið Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, er þar með 3-0 forskot á Rosengård, sem Glódís Perla Viggósdóttir leikur með.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir