barcelona-hefur-ahuga-a-leikmanni-man-united

Barcelona hefur áhuga á leikmanni Man United

Spænska stórveldið Barcelona hefur áhuga á að fá Marcus Rashford, leikmann Man United, í sínar raðir. Þetta kemur fram í Manchester Evening News.

Rashford hefur átt erfitt uppdráttar á tímabilinu. Hann var ekki í byrjunarliðinu gegn Manchester City fyrr í mánuðinum og var mikið gagnrýndur eftir að hafa komið inn á sem varamaður í tapinu gegn Atletico Madrid í Meistaradeildinni í fyrradag.

Samkvæmt heimildum Manchester Evening News hefur síminn hringt látlaust eftir að greint var frá því að Englendingurinn væri að íhuga stöðu sínu hjá United. Því er þó haldið fram að Rashford vilji vera áfram hjá félaginu.

Börsungar voru fljótir að hafa samband við umboðsmenn Rashford til að lýsa yfir áhuga sínum á leikmanninum. Þá er Liverpool einnig sagt áhugasamt um Rashford.

Samningur Rashford hjá United rennur út á næsta ári en félagið hefur kost á að framlengja hann um eitt ár til viðbótar.


Posted

in

,

by

Tags: