7.3 C
Grindavik
26. október, 2021

Barcelona með stórsigur gegn Osasuna

Skyldulesning

Áfall fyrir United

Salah með háar kröfur

Walter Smith látinn

Lið án liðsheildar


Griezmann fagnar hér marki sínu í dag.
Griezmann fagnar hér marki sínu í dag.
@brfootball

Barcelona vann þægilegan 4-0 sigur á Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni í dag.

Það tók heimamenn smá tíma að finna taktinn í dag. Eftir að hann fannst var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda. Martin Braithwaite kom heimamönnum yfir eftir rétt rúman hálftíma. Antoine Griezmann tvöfaldaði forystuna áður en fyrri hálfleik lauk og staðan 2-0 í hálfleik.

Philippe Coutinho bætti við þriðja markinu þegar tæpur klukkutími var liðinn og Lionel Messi skoraði það fjórða á 73. mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur því 4-0 Börsungum í vil.

Ousmane Dembélé hélt reyndar að hann hefði skorað fjórða mark Börsunga skömmu áður en Messi kom knettinum í netið. Mark Dembélé hins vegar dæmt af eftir að það var skoðað af myndbandsdómara leiksins.

Barcelona er komið upp í 7. sæti deildarinnar með 14 stig eftir níu leiki, níu stigum á eftir toppliðum Real Sociedad og Atletico Madrid.


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir